Eru niðustöðurnar fullkomlega rétt skildar?

Ekki er ég hrifinn af löngum vinnudögum fyrir sjálfan mig eða aðra en ég er ekki viss um að staðhæfingin í fréttinni um að mikil yfirvinna geti haft slæm áhrif á andlegt heilsufar sé rétt ályktun út frá niðurstöðum rannsóknarinnar.

Samkvæmt því sem stendur í frétt mbl voru menn spurðir hve langan vinnudag þeir ynnu og svo tóku þeir nokkur próf. Samkvæmt þessu getur vel verið að þeir sem eiga við þunglyndi að stríða og fýsir meira í áfengi en aðrir séu 'vinnualkar' út af einhverri annarri ástæðu. Það fer oft saman að fólki sem líður illa leiti í mismunandi deyfingar eins og áfengi og of mikla vinnu. Hvort það er svo áfengið, svefnleysið eða yfirvinnan sem framkallar kvilla eins og minnisleysi er þá opin spurning.

Fréttamönnum hættir æði oft til að gera þessa rökfræðilegu ályktunarvillu:

Rannsókn leiðir í ljós að: Ef A er til staðar þá er B oft til staðar.  Ályktun: B er orsök A.

Þessi rökleiðsla er alls ekki rétt, því það gæti verið að A sé orsök B eða að A og B séu orsök (einhvers mögulega miklu flóknara fyrirbæris) C sem ekki var hugsað um í rannsókninni.

Í dæminu okkar getur A verið 'mikil yfirvinna', B verið 'meiri áfengisneysla' og C gæti t.d. verið 'óhamingja'.

Ég hafði ekki nennu til að leita uppi þessa rannsókn en ofangreint á alveg rétt á sér því að það eru oft fréttamennirnir sem byrja misskilninginn. Einfaldar túlkanir almúgans gerir skilninginn á vísindalegum niðustöðum oft ekki betri í frammhaldinu.


mbl.is Langir vinnudagar geta haft slæm áhrif á andlegt heilsufar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góður punktur. Ég myndi vilja að fréttamiðlar eins og mbl vísi í greinar sem þeir eru að fjalla um.

Skúli Bernhard Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 10:57

2 identicon

Það sem þú ert að lýsa var kallað “þriðjubreytu áhrifa” þegar ég tók Aðferðafræði I fyrir tæpum áratug síðan. Þetta er einn af þessum grundvallar hlutum sem horfa skal til þegar verið er að gera rannsókn og því ég held það sé frekar ólíklegt að rannsókn sé birt í virtu vísindatímariti ef um augljós þriðjubreytu áhrif er að ræða. Þar sem allir kvillarnir sem taldir eru upp í rannsókninni eiga aðrar þekktar orsakir hljóta rannsakendurnir að hafa tekið þá þætti inn í myndina. Ef ekki væri rannsóknin algerlega marklaus.


Hvað fréttamanninn varðar finnst mér hann einungis vera að lýsa niðurstöðu rannsóknarinnar á brýðilegann hátt. Mér þætti hann kominn út á hálann ís ef hann færi að benda á aðrar hugsanlegar orsakir (þriðjubreytu áhrif) nema hann hefðu víðtæka þekkingu á framkvæmd rannsóknarinnar og að í raun hefði verið eitthvað ámælisvert við framkvæmd rannsóknarinnar.

Arnar Óskar Egilsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:44

3 identicon

Takk fyrir þetta fróðlega innlegg Arnar.

kv

Gunnar

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband